Halla Helgadóttir


Framkvæmdastjóri Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs

Sigurlína Ingvarsdóttir

Sigurlína hefur starfað við tölvuleikjagerð í fjórum löndum og er ein af stofnendum norræna fjárfestingarsjóðsins Behold Ventures, sem fjárfestir í frumkvöðlateymum í tölvuleikjaiðnaðinum. Hún hefur leitt þróun á sumum af stærstu tölvuleikjavörumerkjum heims, þar á meðal Star Wars Battlefront og EA Sports FIFA. Í erindi sínu mun Sigurlína fjalla um reynslu sína af því að starfa við þessi risavörumerki og hvað aðrir geirar geta lært af tölvuleikjaiðnaðinum, sérstaklega þegar kemur að nýsköpun, vörumerkjavistkerfum og félagslegum tengslum framtíðarinnar.

Frá Star Wars til FIFA: Það sem markaðs- og hönnunarheimurinn getur lært af tölvuleikjaiðnaðinum varðandi nýsköpun, vistkerfi vörumerkja og félagsleg tengsl framtíðar