Halla Helgadóttir


Framkvæmdastjóri Miðstöðvar hönnunar
og arkitektúrs
Aðalfyrirlesari Krossmiðlunar í ár er Matthew Moran frá TBWA í Hollandi. Hann hefur verið yfirmaður stefnumótunar í nýsköpun hjá OAG í yfir áratug og er með bakgrunn í hönnun, vörumerkjastefnu og upplifunarhönnun. Hann hefur leitt stefnumótun fyrir viðskiptavini á borð við Adidas, Airbnb, Amazon, Apple, Aperol, Campari og Tourism New Zealand svo fáeinir séu nefndir. Vinna Matthews Moran felst fyrst og fremst í því að tengja saman nýja tækni, menningu og mannlega hegðun til að skapa ný tækifæri. Samkvæmt Matthew Moran hafa flest vörumerki það að markmiði að vekja eftirtekt með áreiti eða einhvers konar truflun. Þau ýta fremur en að toga. Í heimi brotakenndrar og dreifðrar athygli, óspennandi upplifana og uppákoma sem ætlað er að vekja athygli, þá duga svo einfaldar aðferðir ekki lengur. Í fyrirlestri sínum sýnir Matthew fram á hvernig vörumerki geta fært sig frá því að miðla skilaboðum yfir í að skapa heila heima, hreinlega byggja upp vistkerfi með efni, samfélagi og upplifunum sem bjóða upp á þátttöku og hvatningu til að skoða og rannsaka. Krossmiðlunargestir fá að kynnast því hvernig tækniþróun, menningarstraumar og nýtt atferli er að endurskilgreina hvernig fólk tengist vörumerkjum – og móta gagnlegan ramma fyrir hönnun vörumerkjaheima sem eru þess virði að skoða og kynnast nánar.