Paula Sonne

Sérfræðingur í almannatengslum hjá Eleven\TBWA
Paula Sonne frá Eleven TBWA í Finnlandi, sérfræðingur í áunninni fjölmiðlaumfjöllun (earned media).
Paula stýrir samskiptastofunni Eleven og er leiðandi afl í „earned-first“ nálgun TBWA, þar sem hugmyndaauðgi og samfélagsleg tenging skiptir mestu máli. Hún hefur átt stóran þátt í margverðlaunuðum herferðum á borð við The Polite Type, Keys for Peace og For MENstruation, sem hafa vakið heimsathygli og hlotið viðurkenningar af Cannes Lions, D&AD og Forbes. Á ráðstefnunni mun Paula fjalla um hvernig vörumerki geta skapað raunveruleg tengsl og vakið athygli, ekki með meira fjármagni, heldur djarfari hugmyndum og nálgun.
The future is earned: How brands can earn an unfair share of attention – and the future