Nicklas Haslestad
Amerikalinjen
Í starfi sínu sem hönnunarstjóri (Creative Director & Senior Designer) hjá Scandinavian Design Group í Osló sameinar Nicklas skandinavíska fagurfræði, raunsæi og ímyndun, svo úr verður blanda sterkrar hugmyndafræði og framúrskarandi hönnunarhandverks. Nicklas hefur sérhæft sig í ímyndaruppbyggingu vörumerkja og hefur unnið fyrir auglýsingastofur í New York, LA og Osló, með vörumerki eins og Amerikalinjen hotel, Adidas, Brand Norway, Health Network of Norway, Mastercard og Munch Museum.
Nicklas er margverðlaunaður innan Noregs sem utan, en verkefnið fyrir Amerikalinjen, sem gekk út á að hanna nýtískulegt hótel í 100 ára gömlum höfuðstöðvum skipafélags, hlaut fjölda verðlauna og viðurkenninga; Ahead Awards Europe, Ahead Awards Global, norsku hönnunarverðlaunin Visuelt, European Design Awards, Gullblyanten og tilnefningu til ADC Europe.