englishEnglish

Branding
& strategy

Hvert stefnir þitt vörumerki?

Hótel Reykjavík Grand
2. nóvember kl. 8:30–13:00
kaupa miðakaupa miða
Fyrirlesararnir í ár eru öll reynslumikil hæfileikabúnt úr heimi strategíu, hönnunar og markaðsmennsku víðsvegar um heim. Fjögur þeirra koma frá Noregi, einn er perúskur Lithái og aðalfyrirlesarinn Ástrali frá New York. Í erindum sínum munu þau deila með okkur mögnuðum ráðum sem snúa að stefnumótun, mörkun og markaðssetningu stórra vörumerkja og taka nokkur verulega spennandi, vel heppnuð og lærdómsrík dæmi.
Morgun- og hádegisverður innifalinn.
Strax eftir matarhlé býðst ráðstefnugestum að kaupa tveggja tíma vinnustofu með Mark Pollard milli kl. 13 og 15.
Mark Pollard
Strategy Is Your Words
Ástralinn Mark er sannkallaður meistari strategíunnar – og orðanna. Öll stefnumótun hefst á réttu orðunum eins og nafnið á bókinni hans ber með sér; Strategy Is Your Words. Þar kafar hann í djúpt í huga strategíufólks og bókin er talin algjör skyldulesning fyrir alla í þessum geira.

Mark á og rekur stefnumótunar- og þjálfunarfyrirtækið Sweathead í New York, en þar hefur hann m.a. unnið með risum á borð við The Wall Street Journal, Twitter, EA Games, The Economist. Hann heldur einnig úti strategíuhlaðvarpinu Sweathead sem hefur slegið í gegn og er nú með um 1,4 milljónir hlustenda.

Áður stýrði hann stefnumótunarteymum hjá Mighty Jungle, McCann, Leo Burnett og Big Spaceship. Hann hefur setið í dómnefndum virtra verðlauna á borð við Jay Chiat og Webbys og verið nefndarmaður í Australian Account Planning Group (APG). Hann hefur skrifað fyrir Vice, Quartz og Wharton‘s Future of Advertising og hóf útgáfu fyrsta hipphopp-tímarits Ástralíu í lit.

Mark hefur haldið fyrirlestra á TEDx, Miami Ad School, Cannes Festival of Creativity og víðar og fyrirlestrar hans og vinnustofur vekja hvarvetna athygli.
- - -
Strax eftir ráðstefnu og matarhlé býðst ráðstefnugestum að kaupa tveggja tíma vinnustofu með Mark Pollard milli kl. 13 og 15.
Mynd af Mark Pollard
Mynd af Ida Louise Andersen
Ida Louise Andersen
Branding Norway
Ida Louise Andersen er með tvöfalda BA-gráðu í grafískri hönnun og liststjórn frá NABA í Mílanó, og starfar sem yfirhönnuður (Senior Designer) hjá Scandinavian Design Group. Hún trúir staðfastlega á mátt sterkra hugmynda og frásagnar og leggur bæði höfuð og hjarta í þær lausnir sem hún þróar enda markmiðið alltaf að hreyfa við fólki, sama hvert verkefnið er. Starf hennar snýst um að hanna vörumerkjakerfi sem bjóða upp á einingu, samræmi og sveigjanleika.

Branding Norway, ímyndaruppbygging fyrir „vörumerkið“ Noreg, hlaut gullverðlaun í European Design Awards 2021, en Erna Solberg forsætisráðherra hratt verkefninu af stað með grænni og sjálfbærari framtíð í huga. Hið nýja myndmál endurspeglar fjölbreytileika og kynnir Noreg sem spennandi land til að heimsækja, búa í og fjárfesta í. Það sækir innblástur í þjóðararfinn og hefðirnar en ögrar um leið rótgrónum viðhorfum. Gott dæmi um hvernig skýr stefnumótun og staðfærsla geta skilað dýnamísku konsepti – nýrri sjálfsmynd þjóðar.
Antonio Bechtle
The Power of Imperfection
Antonio er perúskur að uppruna en býr og starfar í Vilnius í Litháen sem hönnunarstjóri og annar aðaleigenda (Creative Director and Partner) auglýsingastofunnar BM Boutique. Sem slíkur hefur hann unnið til verðlauna fyrir að koma Vilnius rækilega á kortið sem ferðamannastað – ekki bara einu sinni, heldur tvisvar. Í fyrirlestri sínum um það verkefni mun hann fjalla um hvernig „ófullkomið vörumerki“ getur komið með miklu meira að borðinu heldur en „fullkomið vörumerki“.

Antonio tók sín fyrstu skref í auglýsingabransanum sem textasmiður hjá Leo Burnett í Perú og vann seinna hjá JWT þar í landi. Eftir að hann fluttist til Litháen vann hann hjá Not Perfect Y&R og Milk for seven years, mest verðlaunuðu stofu Eystrasaltslandanna, áður en hann stofnaði sína eigin, BM Boutique. Hann kennir auk þess hjá Atomic Garden – The Scool of Advertising and Creativity.
Mynd af Antonio Bechtle
Mynd af Helene Devold
Helene Devold
SpareBank 1
Helene er yfirhönnuður (Senior Designer) hjá SDG – Scandinavian Design Group í Osló. Hún býr að víðtækri reynslu á ólíkum sviðum hönnunar en hefur á atvinnuferlinum einnig komið að verkefnum sem snúa að þróun rafrænna lausna, stefnumótun og þjónustuþróun.

Í erindi sínu mun Helene fjalla um stórt endurmörkunarverkefni sem hún leiddi, fyrir hinn rótgróna banka SpareBank1 í Noregi. Það er alltaf áskorun að segja þekkta sögu með nýrri rödd og í nýju útliti. Fyrir bankastofnanir er líka mikilvægara en nokkru sinni fyrr að ávinna sér traust og tryggð viðskiptavina og bjóða framúrskarandi vöru og þjónustu. Á sama tíma eru vörumerki metin í mun meira mæli eftir því hvernig þau vilja stuðla að sjálfbærri framtíð.
Nicklas Haslestad
Amerikalinjen
Í starfi sínu sem hönnunarstjóri (Creative Director & Senior Designer) hjá Scandinavian Design Group í Osló sameinar Nicklas skandinavíska fagurfræði, raunsæi og ímyndun, svo úr verður blanda sterkrar hugmyndafræði og framúrskarandi hönnunarhandverks. Nicklas hefur sérhæft sig í ímyndaruppbyggingu vörumerkja og hefur unnið fyrir auglýsingastofur í New York, LA og Osló, með vörumerki eins og Amerikalinjen hotel, Adidas, Brand Norway, Health Network of Norway, Mastercard og Munch Museum.

Nicklas er margverðlaunaður innan Noregs sem utan, en verkefnið fyrir Amerikalinjen, sem gekk út á að hanna nýtískulegt hótel í 100 ára gömlum höfuðstöðvum skipafélags, hlaut fjölda verðlauna og viðurkenninga; Ahead Awards Europe, Ahead Awards Global, norsku hönnunarverðlaunin Visuelt, European Design Awards, Gullblyanten og tilnefningu til ADC Europe.
Mynd af Nicklas Haslestad